Skilmálar

Almennt
Hugall ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti og reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti.

Ókeypis heimsending
Nema annað sé tekið fram, fela öll auglýst verð í sér póstburðargjald til allra áfangastaða á Íslandi. Við uppgjör á innkaupakörfu er ekki sérstaklega tilgreindur póst- og flutningskostnaður.

Greiðslumöguleikar
Hægt er að greiða með öllum helstu greiðslukortum á vefnum. Ef óskað er eftir að greiða með millifærslu inn á reikning Hugals ehf, skal sendur tölvupóstur á netfangið hugall@hugall.is.

Afhending vöru
Allar vörur eru afgreiddar innan viku frá því pöntun berst, svo fremi að hún sé til á lager. Þegar pöntun er send með Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Hugall ehf ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi.

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Samkvæmt reglum um rafræn kaup hefur kaupandi 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Starfsmaður Hugals ehf metur ástand vöru og hvort hún sé endursöluhæf. Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema ef um sé að ræða ranga/gallaða vöru. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Nauðsynlegt er að framvísa reikningi/kvittun í heimabanka fyrir kaupum. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Hugal ehf (hugall@hugall.is) með spurningar.
Að öðru leyti er vísað til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Öryggi
Hugall ehf varðveitir ekki kreditkortanúmer sem gefin eru upp við kaup í netverslun. Þegar komið er að því að gefa upp kortaupplýsingar og ganga frá greiðslu er viðskiptavinur fluttur yfir á örugga greiðslusíðu hjá Borgun. Allar greiðslur eru framkvæmdar í vottuðu umhverfi sem uppfyllir PCI DSS öryggisstaðal.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Lög og varnarþing
Rísi mál vegna samstarfssamnings aðila eða sérsamninga sem tilgreindir eru í skilmálum þessum skal reka það fyrir íslenskum dómstólum.

Hugall ehf
Garðavegur 4
220 Hafnarfjörður

Netfang: hugall@hugall.is
Sími: 899 0261
Kt: 610198 2879
VSK númer: 56984